Hvers vegna stjórnmálaflokkur? Gísli Halldór Halldórsson skrifar 22. maí 2014 17:03 Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Halldór Halldórsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun