Um fuglahræður og skipulagsmál Baldur Ó. Svavarsson skrifar 26. maí 2014 11:58 Hún móðursystir mín heitin í Vestmannaeyjum - blessuð sé minning hennar – spurði ávallt í aðdraganda kosninga, hvað menn væru að vasast þetta í pólitík. - Afhverju menn kysu ekki bara Sjálfstæðisflokkinn. ! Mér koma þessi orð í hug nú, því þessi afstaða hefur verið ríkjandi hér í Garðabæ um áraraðir. Sagnfræðingurinn, Stjörnumaðurinn og Garðbæingur Guðni Th Jóhanesson sagði nýlega í útvarpsviðtali að ástandið í bænum vera þannig að þó að fuglahræðum yrði stillt upp í efstu sætini, þá myndi Flokkurinn samt fá meirhluta - að vísu ekki sérlega lifandi meirihluta en meirhluta þó. Hvað segir þetta um okkur Garðbæinga, hvað segir þetta um póltíkina í bænum - já hvað segir þetta um fuglahræður. Og samlíkingin við fuglahræður er kanski ekki svo galin. Flokkurinn hamrar stöðugt á því hve á stöndugt bæjarélagið sé og reskturinn traustur. Notar það nánast sem „fuglahræðu“ árðóður og gerir að því skóna að aðeins Flokkurinn þekki þá bræður - debet og kredit. Vissulega er bókhaldið í lagi - enda fjársteymið stöðugt í kassann. En þetta er ekki ósvipað og að hreykja sér af því að geta rekið sælgtisverlsun í Disneylandi. Nokkuð öruggur buisness það. Í það minnsta er félagsmálapakkinn ekki að flækjast fyrir í resktrinum. Nágranna bæjarfélaögin eru látin um það. Dæmi - Reykjavík á og rekur í hlutafélagaformi um 2200 félagsíbúðir það gera um 5 % allra íbúða í borginni eða 15 á hverja 1000 íbúa. Í Hafnarfirði eru þær um 400. Í Garðabæ ættu þær að skv. sömu stærðfræði að vera um 200 talsins - en þær eru 8 - segi og skrifa átta !!! Og úrræðin fyrir unga fólkið okkar sem vil setjast hér að þegar það yfirgefur hótel mömmu er heldur ekki að flækjast fyrir þessum trausta og ábyrga rekstri. Ef til vill er ekki pláss fyrir þau í bókhaldi bæjarins. Unga fólkið er jú tekjulágt á fyrstu árnum er það hefur búskap og ekki lílklegt til að skila miklu í kassann fyrstu árin til að tryggja hinn trausta og ábyrga rekstur - Sendum þau bara líka til nágrannanna. Af nægum slíkum „óhagstæðum“ bókhaldslyklum er að taka. Annars voru það skipulagsmálin - eða raunar skortur á skipulagi sem lokklaði mig fram úr svefnrofanum hér um árið 2010. Ég hafði þá gert tilraun til að ná eyrum félaga minna í meirihlutanum, þegar mér blöskraði orðið framgangsmátinn í skipulagi bæjarins míns. Bæði skrifað þeim persónulega bréf þar að lútandi, ásamt því að hafa mig í frami á opnum fundum o.sfrv. Þeim þótti ég vera með skæting og einsetti ég mér þá að ná til eyrna þeirra á annan hátt og bauð mig fram síðasta tímabili með Fólkinu í bænum og hef setið sem fulltrúi þeirra í skipulagsnefnd allt síðastliðið kjörtímabil - Það hefur verið bæði fróðlegt og lærdómsríkt. Nefndin er fimm manna og verið stýrt af skörungsskap af Stefáni Konráðssyni og þakka ég honum frábæra viðkynningu og störf s.l. fjögur ár. Samflokksmönnum hans sem nú víkja einnig af sviðinu vil ég einnig þakka frábæra viðkynningu - Þeim Skúla fógeta og Eiríki Icesave og henni Siggu Dís. - þó oft hafi okkur greint á þá hafa umræðurnar verið allt í senn skemmtilegar, sanngjarnar, lifandi og fróðlegar. Ég tel mig hafa komið nokkru af mínum skoðunum til leiðar og jafnvel sáð einhverjum frækornum um „bútasaumshandverk“ í skipulagi, í jarðveginn þó ég hafi verið eini fulltrúi minnihlutans í bænum. Nánar um það, skipulagsmál og áherslur Bjartar framtíðar í næsta blaði. Baldur Ó. Svavarsson Arkitekt og skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hún móðursystir mín heitin í Vestmannaeyjum - blessuð sé minning hennar – spurði ávallt í aðdraganda kosninga, hvað menn væru að vasast þetta í pólitík. - Afhverju menn kysu ekki bara Sjálfstæðisflokkinn. ! Mér koma þessi orð í hug nú, því þessi afstaða hefur verið ríkjandi hér í Garðabæ um áraraðir. Sagnfræðingurinn, Stjörnumaðurinn og Garðbæingur Guðni Th Jóhanesson sagði nýlega í útvarpsviðtali að ástandið í bænum vera þannig að þó að fuglahræðum yrði stillt upp í efstu sætini, þá myndi Flokkurinn samt fá meirhluta - að vísu ekki sérlega lifandi meirihluta en meirhluta þó. Hvað segir þetta um okkur Garðbæinga, hvað segir þetta um póltíkina í bænum - já hvað segir þetta um fuglahræður. Og samlíkingin við fuglahræður er kanski ekki svo galin. Flokkurinn hamrar stöðugt á því hve á stöndugt bæjarélagið sé og reskturinn traustur. Notar það nánast sem „fuglahræðu“ árðóður og gerir að því skóna að aðeins Flokkurinn þekki þá bræður - debet og kredit. Vissulega er bókhaldið í lagi - enda fjársteymið stöðugt í kassann. En þetta er ekki ósvipað og að hreykja sér af því að geta rekið sælgtisverlsun í Disneylandi. Nokkuð öruggur buisness það. Í það minnsta er félagsmálapakkinn ekki að flækjast fyrir í resktrinum. Nágranna bæjarfélaögin eru látin um það. Dæmi - Reykjavík á og rekur í hlutafélagaformi um 2200 félagsíbúðir það gera um 5 % allra íbúða í borginni eða 15 á hverja 1000 íbúa. Í Hafnarfirði eru þær um 400. Í Garðabæ ættu þær að skv. sömu stærðfræði að vera um 200 talsins - en þær eru 8 - segi og skrifa átta !!! Og úrræðin fyrir unga fólkið okkar sem vil setjast hér að þegar það yfirgefur hótel mömmu er heldur ekki að flækjast fyrir þessum trausta og ábyrga rekstri. Ef til vill er ekki pláss fyrir þau í bókhaldi bæjarins. Unga fólkið er jú tekjulágt á fyrstu árnum er það hefur búskap og ekki lílklegt til að skila miklu í kassann fyrstu árin til að tryggja hinn trausta og ábyrga rekstur - Sendum þau bara líka til nágrannanna. Af nægum slíkum „óhagstæðum“ bókhaldslyklum er að taka. Annars voru það skipulagsmálin - eða raunar skortur á skipulagi sem lokklaði mig fram úr svefnrofanum hér um árið 2010. Ég hafði þá gert tilraun til að ná eyrum félaga minna í meirihlutanum, þegar mér blöskraði orðið framgangsmátinn í skipulagi bæjarins míns. Bæði skrifað þeim persónulega bréf þar að lútandi, ásamt því að hafa mig í frami á opnum fundum o.sfrv. Þeim þótti ég vera með skæting og einsetti ég mér þá að ná til eyrna þeirra á annan hátt og bauð mig fram síðasta tímabili með Fólkinu í bænum og hef setið sem fulltrúi þeirra í skipulagsnefnd allt síðastliðið kjörtímabil - Það hefur verið bæði fróðlegt og lærdómsríkt. Nefndin er fimm manna og verið stýrt af skörungsskap af Stefáni Konráðssyni og þakka ég honum frábæra viðkynningu og störf s.l. fjögur ár. Samflokksmönnum hans sem nú víkja einnig af sviðinu vil ég einnig þakka frábæra viðkynningu - Þeim Skúla fógeta og Eiríki Icesave og henni Siggu Dís. - þó oft hafi okkur greint á þá hafa umræðurnar verið allt í senn skemmtilegar, sanngjarnar, lifandi og fróðlegar. Ég tel mig hafa komið nokkru af mínum skoðunum til leiðar og jafnvel sáð einhverjum frækornum um „bútasaumshandverk“ í skipulagi, í jarðveginn þó ég hafi verið eini fulltrúi minnihlutans í bænum. Nánar um það, skipulagsmál og áherslur Bjartar framtíðar í næsta blaði. Baldur Ó. Svavarsson Arkitekt og skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar