Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun