SA vill semja um kjaraskerðingu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun