Landspítalinn getur fengið milljarða – ef þjóðin vill Jón Karl Snorrason skrifar 29. október 2013 06:00 Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar