Til forseta Ekvador Formenn fimm Vinstri-grænna flokka á Norðurlöndum skrifar 21. október 2013 06:00 Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun