Af samkeppnishvötum í heilbrigðis- og menntamálum Páll Gunnar Pálsson skrifar 26. september 2013 06:00 Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar