Leynibréfið – eða þannig sko Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. september 2013 06:00 Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun