Virkt fjármálaeftirlit er undirstaða endurreisnar Aðalsteinn Leifsson skrifar 12. september 2013 06:00 Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar