Um forsetann og veiðigjaldið Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ekki kom ákvörðun forsetans um veiðigjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólíkindatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á stundum talað niður til stjórnvalda og löggjafans. Nú lýsti hann undrun sinni á því að einhverjum hefði dottið í hug að hann mundi ekki staðfesta lögin. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla það, samt tók hann á móti þeim sem stóðu að undirskriftasöfnunni á Bessastöðum, þó hann hefði alveg getað látið þá skila undirskriftunum á skrifstofuna. Svona er nú forsetinn alþýðlegur, mátti á honum skilja. Forsetinn er fyrrverandi fjármálaráðherra, sagð´ann og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði svo hann veit hvað hann er að gera. Ég er nú ekki alveg viss um að það sé vottorð upp á óskeikulleik að hafa gegnt hvoru tveggja virðulegum embættum, en látum það liggja á milli hluta. Ummæli forsetans við forsvarsmenn undirskriftasöfnunnar um að ekki hafi verið hávær mótmæli við lækkun veiðigjaldsins eru mér umhugsunarefni. Í sama anda voru ummælin á blaðamannafundinum um stuttan ræðutíma um málið í þinginu. Er forsetinn að mæla bót þeirri stjórnmálamenningu sem ríkti hér á síðasta kjörtímabili? Stjórnarandstaðan beitti málþófi í flestum málum, ekki bara í Icesave og stjórnarskrármálinu. Það jók ekki virðingu Alþingis. Í einu orðinu tala forsetinn og ríkjandi stjórnvöld um víðtæka sátt og hinu orðinu er ekki nógu mikill hamagangur í andmælum. Vissulega breytir veiðigjaldið ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu, til þess þarf róttækari aðgerðir. Með veiðileyfagjaldinu fær eigandi auðlindarinnar, þjóðin, þó brot af arðinum af hagnýtingu hennar. Um og yfir 70 % þjóðarinnar er á móti lækkun veiðigjaldsins og kvótakerfinu eins og það er útfært. Í orðaforða forsetans og hinna nýju valdhafa er „víðtæk sátt“ að 70 % þjóðarinnar láti í minni pokann fyrir skoðunum forsetans og sérhagsmunaafla innan Sjálfstæðis- og Framskóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekki kom ákvörðun forsetans um veiðigjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólíkindatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á stundum talað niður til stjórnvalda og löggjafans. Nú lýsti hann undrun sinni á því að einhverjum hefði dottið í hug að hann mundi ekki staðfesta lögin. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla það, samt tók hann á móti þeim sem stóðu að undirskriftasöfnunni á Bessastöðum, þó hann hefði alveg getað látið þá skila undirskriftunum á skrifstofuna. Svona er nú forsetinn alþýðlegur, mátti á honum skilja. Forsetinn er fyrrverandi fjármálaráðherra, sagð´ann og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði svo hann veit hvað hann er að gera. Ég er nú ekki alveg viss um að það sé vottorð upp á óskeikulleik að hafa gegnt hvoru tveggja virðulegum embættum, en látum það liggja á milli hluta. Ummæli forsetans við forsvarsmenn undirskriftasöfnunnar um að ekki hafi verið hávær mótmæli við lækkun veiðigjaldsins eru mér umhugsunarefni. Í sama anda voru ummælin á blaðamannafundinum um stuttan ræðutíma um málið í þinginu. Er forsetinn að mæla bót þeirri stjórnmálamenningu sem ríkti hér á síðasta kjörtímabili? Stjórnarandstaðan beitti málþófi í flestum málum, ekki bara í Icesave og stjórnarskrármálinu. Það jók ekki virðingu Alþingis. Í einu orðinu tala forsetinn og ríkjandi stjórnvöld um víðtæka sátt og hinu orðinu er ekki nógu mikill hamagangur í andmælum. Vissulega breytir veiðigjaldið ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu, til þess þarf róttækari aðgerðir. Með veiðileyfagjaldinu fær eigandi auðlindarinnar, þjóðin, þó brot af arðinum af hagnýtingu hennar. Um og yfir 70 % þjóðarinnar er á móti lækkun veiðigjaldsins og kvótakerfinu eins og það er útfært. Í orðaforða forsetans og hinna nýju valdhafa er „víðtæk sátt“ að 70 % þjóðarinnar láti í minni pokann fyrir skoðunum forsetans og sérhagsmunaafla innan Sjálfstæðis- og Framskóknarflokks.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun