Hversu óforskammað? Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun