Kjör lífeyrisþega leiðrétt strax Eygló Harðardóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun