Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta flokksins skrifar 8. júní 2013 06:00 Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun