Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta flokksins skrifar 8. júní 2013 06:00 Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun