20% skuldalækkun 4. apríl 2013 07:00 Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar