Valkostir tveir og vogun Örn Bárður Jónsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Örn Bárður Jónsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun