Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason skrifar 9. mars 2013 06:00 Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun