Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík? 25. nóvember 2013 09:06 „Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar