Fjárfesta fyrir 2,1 milljarð Svavar Hávarðsson skrifar 20. september 2013 07:00 Boðið verður upp á veitingar og leiðsögn þegar komið er inn í ísgöngin. Ferðin að jöklinum verður einnig mikil upplifun fyrir ferðamennina. Mynd/Skarphéðin Þráinsson Nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í ferðaþjónustu; hestamiðstöð í Ölfusi og ísgöngum í Langjökli. Þetta eru fyrstu verkefnin sem sjóðurinn, sem ber nafnið Icelandic Tourism Fund (ITF I), fjárfestir í. Hluthafar eru Icelandair Group, Landsbankinn og nokkrir lífeyrissjóðir. Helgi Júlíusson sjóðsstjóri segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður á vordögum og hafi það að markmiði að auka fjölbreytileika og styrkja ferðaþjónustu á Íslandi. Sjóðurinn mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og verður megináherslan á heilsársverkefni, þar sem slík verkefni stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann. Áhersla er lögð á færri en stærri verkefni en hámarksstærð einstakrar fjárfestingar nemur 20 prósentum af áskriftarloforðum sjóðsins. Aðstandendur sjóðsins sjá fyrir sér að fjárfesta í fimm til tíu verkefnum, en fjárfestingargetan er 2,1 milljarður króna. Frá stofnun hefur tíminn verið nýttur til að skoða fjárfestingartækifæri, að sögn Helga. „Þegar hefur verið tekin ákvörðun um fjárfestingu í tveimur verkefnum, en fjölmörg önnur áhugaverð verkefni eru til skoðunar, þó að vinna við þau sé mislangt á veg komin. Bæði kemur til greina að koma að verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi og fjárfesta í minni fyrirtækjum sem við teljum hafa burði til að vaxa og dafna.“ Spurður hvort sjóðurinn sé nýmæli í fjárfestingum í ferðaþjónustunni segir Helgi það ekki fjarri lagi. „Ég held að þetta sé eini sjóðurinn sem gefur sig út fyrir að fjárfesta í ferðaþjónustunni eingöngu. Á sama tíma er umtalað að það vanti fjárfestingu í ferðaþjónustu til að mæta þeim aukna fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Það er því nokkuð sérstakt að fleiri séu ekki að einbeita sér að fjárfestingu sem þessari,“ segir Helgi og tekur fram að vissulega séu margir að fjárfesta í hótelbyggingum, bílaleigum og fleiru. „En það er annað og fellur ekki undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.“Ísgöng í Langjökli Mikill áhugi er á jöklum meðal erlendra ferðamanna og sem dæmi um það fara árlega allt að átta þúsund ferðamenn á Langjökul með ferðaþjónustufyrirtækjum sem þar eru með starfsemi. Ísgöngum í Langjökli er ætlað að bjóða ferðamönnum upp á upplifun á heimsmælikvarða þar sem hægt er að skoða jökulinn að innan og hin einstöku litbrigði sem þar má sjá auk þess sem gestir verða fræddir um myndun jökla, möguleg áhrif af hlýnun jarðar og fleira. Ferðamenn munu fara á jökulinn á sérútbúnum farartækjum að mynni ganganna og geta síðan gengið inn í jökulinn sjálfan. Göngin munu geta tekið við allt að 400 gestum á dag. Áætlanir gera ráð fyrir rúmlega 27 þúsund gestum á ári. Verkfræðistofan Efla hefur unnið að hönnun ganganna en framkvæmdir hefjast síðar á árinu.Sýningarnar byggja að hluta á sýningum sem gengið hafa undir heitinu „Knights of Iceland“ eða „Reiðmenn Íslands“.Mynd/ITFHestamiðstöð í Ölfusi Starfsemi hestamiðstöðvarinnar verður á Ingólfshvoli í Ölfusi og byggir á hestasýningum sem höfða munu til allrar fjölskyldunnar, en auk þess verður á staðnum starfrækt veitingaþjónusta og verslun. Ráðgert er að starfsemi hefjist í desember 2013. Gert er ráð fyrir að jafnaði einni hestasýningu á dag þar sem byggt er á sérstöðu og hæfileikum íslenska hestsins, hlutverki íslenska hestsins í sögu byggðar og lögð áhersla skemmtanagildi. Guðmar Þór Pétursson mun stýra uppsetningu á sýningunum en hann hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár og staðið þar fyrir fjölmörgum sýningum á íslenska hestingum. Í sýningunni munu tíu til ellefu manns taka þátt og rúmlega 20 hestar. Margmiðlun, ljós og hljóð munu skipa stórt hlutverk í sýningunni með áherslu á tengsl hestsins og íslenskrar náttúru. Reyndir framleiðendur, tæknifólk og leikhúsfólk mun hafa aðkomu að uppsetningu sýninganna. Hægt verður að taka á móti allt að 850 gestum á hverja sýningu. Einnig verður rekinn fullkominn veitingastaður og verslun í tengslum við miðstöðina. Áætlanir gera ráð fyrir um 40 þúsund gestum á fyrsta heila rekstrarárinu. Loftslagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í ferðaþjónustu; hestamiðstöð í Ölfusi og ísgöngum í Langjökli. Þetta eru fyrstu verkefnin sem sjóðurinn, sem ber nafnið Icelandic Tourism Fund (ITF I), fjárfestir í. Hluthafar eru Icelandair Group, Landsbankinn og nokkrir lífeyrissjóðir. Helgi Júlíusson sjóðsstjóri segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður á vordögum og hafi það að markmiði að auka fjölbreytileika og styrkja ferðaþjónustu á Íslandi. Sjóðurinn mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og verður megináherslan á heilsársverkefni, þar sem slík verkefni stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann. Áhersla er lögð á færri en stærri verkefni en hámarksstærð einstakrar fjárfestingar nemur 20 prósentum af áskriftarloforðum sjóðsins. Aðstandendur sjóðsins sjá fyrir sér að fjárfesta í fimm til tíu verkefnum, en fjárfestingargetan er 2,1 milljarður króna. Frá stofnun hefur tíminn verið nýttur til að skoða fjárfestingartækifæri, að sögn Helga. „Þegar hefur verið tekin ákvörðun um fjárfestingu í tveimur verkefnum, en fjölmörg önnur áhugaverð verkefni eru til skoðunar, þó að vinna við þau sé mislangt á veg komin. Bæði kemur til greina að koma að verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi og fjárfesta í minni fyrirtækjum sem við teljum hafa burði til að vaxa og dafna.“ Spurður hvort sjóðurinn sé nýmæli í fjárfestingum í ferðaþjónustunni segir Helgi það ekki fjarri lagi. „Ég held að þetta sé eini sjóðurinn sem gefur sig út fyrir að fjárfesta í ferðaþjónustunni eingöngu. Á sama tíma er umtalað að það vanti fjárfestingu í ferðaþjónustu til að mæta þeim aukna fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Það er því nokkuð sérstakt að fleiri séu ekki að einbeita sér að fjárfestingu sem þessari,“ segir Helgi og tekur fram að vissulega séu margir að fjárfesta í hótelbyggingum, bílaleigum og fleiru. „En það er annað og fellur ekki undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.“Ísgöng í Langjökli Mikill áhugi er á jöklum meðal erlendra ferðamanna og sem dæmi um það fara árlega allt að átta þúsund ferðamenn á Langjökul með ferðaþjónustufyrirtækjum sem þar eru með starfsemi. Ísgöngum í Langjökli er ætlað að bjóða ferðamönnum upp á upplifun á heimsmælikvarða þar sem hægt er að skoða jökulinn að innan og hin einstöku litbrigði sem þar má sjá auk þess sem gestir verða fræddir um myndun jökla, möguleg áhrif af hlýnun jarðar og fleira. Ferðamenn munu fara á jökulinn á sérútbúnum farartækjum að mynni ganganna og geta síðan gengið inn í jökulinn sjálfan. Göngin munu geta tekið við allt að 400 gestum á dag. Áætlanir gera ráð fyrir rúmlega 27 þúsund gestum á ári. Verkfræðistofan Efla hefur unnið að hönnun ganganna en framkvæmdir hefjast síðar á árinu.Sýningarnar byggja að hluta á sýningum sem gengið hafa undir heitinu „Knights of Iceland“ eða „Reiðmenn Íslands“.Mynd/ITFHestamiðstöð í Ölfusi Starfsemi hestamiðstöðvarinnar verður á Ingólfshvoli í Ölfusi og byggir á hestasýningum sem höfða munu til allrar fjölskyldunnar, en auk þess verður á staðnum starfrækt veitingaþjónusta og verslun. Ráðgert er að starfsemi hefjist í desember 2013. Gert er ráð fyrir að jafnaði einni hestasýningu á dag þar sem byggt er á sérstöðu og hæfileikum íslenska hestsins, hlutverki íslenska hestsins í sögu byggðar og lögð áhersla skemmtanagildi. Guðmar Þór Pétursson mun stýra uppsetningu á sýningunum en hann hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár og staðið þar fyrir fjölmörgum sýningum á íslenska hestingum. Í sýningunni munu tíu til ellefu manns taka þátt og rúmlega 20 hestar. Margmiðlun, ljós og hljóð munu skipa stórt hlutverk í sýningunni með áherslu á tengsl hestsins og íslenskrar náttúru. Reyndir framleiðendur, tæknifólk og leikhúsfólk mun hafa aðkomu að uppsetningu sýninganna. Hægt verður að taka á móti allt að 850 gestum á hverja sýningu. Einnig verður rekinn fullkominn veitingastaður og verslun í tengslum við miðstöðina. Áætlanir gera ráð fyrir um 40 þúsund gestum á fyrsta heila rekstrarárinu.
Loftslagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira