Erasmus-áætlunin 25 ára Ásgerður Kjartansdóttir og Guðmundur Hálfdánarson skrifar 21. desember 2012 06:00 Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun