Brýtur LÍN landslög? 20. desember 2012 06:00 Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun