Heimsendir 21.12.2012? 20. desember 2012 06:00 Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá órófi alda. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars „apocalypse", samanber heiti kvikmyndarinnar Apocalypse Now eftir Coppola. Orðið er komið úr grísku, en löngu fyrir upphaf tímatals okkar voru á reiki heimsendakenningar sem kallast einu orði „apokalyptík". Þetta var sérstök bókmenntastefna hjá Ísraelsmönnunum hinum fornu og blómstraði hjá þeim aldirnar fyrir fæðingu Krists. Margar af yngstu bókum Gamla testamentisins falla einmitt undir þessa stefnu. Þessi hugmynd um Dómsdag sem endanlegt uppgjör góðs og ills og ákveðinn tímapunkt þegar heimurinn líður undir lok kom inn í gyðingdóm og barst þaðan yfir til kristni og íslam frá zóróaster átrúnaðinum sem var ráðandi í Persíu kringum upphaf tímatals okkar. Orðið apokalyptík þýðir í raun afhjúpun eða opinberun. Að baki er sú hugmynd að þegar heimsendir rennur upp muni afhjúpast bæði ill og góð verk mannanna og leyndur tilgangur heimsins opinberast. Opinberunarbók Jóhannesar í Nýja testamentinu er af þessum meiði bókmennta og kallast þess vegna Apocalypse á ensku en Opinberunarbók á íslensku og Norðurlandamálum. Opinberunarbókin segir frá hinum hinstu dögum, endurkomu Messíasar, lokaorrustu góðs og ills og Dómsdegi. Frá því er sagt í Opinberunarbókinni í Nýja testamentinu að þessi orrusta muni fara fram á vígvelli sem kallast Harmageddon. Á ensku kallast staðurinn Armageddon og þaðan er dregið annað enskt heiti á heimsendi, samanber samnefnda mynd sem Bruce Willis lék aðalhlutverkið í. Vangaveltur um heimsendi hafa blossað upp með reglulegu millibili í aldanna rás. Í norrænni goðafræði var boðað að röð óhjákvæmilegra atburða myndi leiða til heimsendis, eða ragnaraka, en ragnarök þýðir einfaldlega hinstu örlög guðanna. Í ragnarökum mun allt farast, nema fáeinir guðir og tvær manneskjur. Síðan mun heimurinn vissulega rísa upp á ný. Rétt eins og í Opinberunarbók Jóhannesar. Spáð og spekúlerað Svo nokkur dæmi séu tekin þá blómstruðu heimsendaspádómar kringum árið 1000, enda reiknuðu menn þá með að 1000 ára ríkið, sem talað er um í Biblíunni, væri á enda runnið. Og þar með stæði Dómsdagur fyrir dyrum. Þá var talið frá fæðingu Jesú. Þegar ekkert varð af heimsendi árið 1000 var heimsendi frestað til ársins 1030 þegar 1000 ár voru áætluð frá upprisu Jesú. En ekkert gerðist og áfram héldu menn að spá og spekúlera. Innrás Mongóla í Evrópu árið 1260 var talin fyrirboði heimsendis, sömuleiðis mannfellir af völdum svartadauða á 14. öld, jarðskjálfti sem skók England á 15. öld, annar slíkur sem lagði Lissabon í Portúgal í rúst árið 1755. Vottar Jehóva boðuðu heimsendi árið 1874 og aftur árið 1975, Harold nokkur Camping, bandarískur sjónvarpstrúboði, reiknaði út heimsendi 21. maí 1988, 39 félagar í ofsatrúarhópnum Heavens Gate frömdu sjálfsmorð árið 1997 þar sem þeir töldu að heimsendir væri í nánd, Nostradamus var hafður fyrir því að heimurinn færist árið 1999 – og svo mætti lengi telja. Og nú telja ýmsir að fornir Maya-indíánar, sem lifðu í Mexíkó fyrir einum 500 árum, hafi sagt fyrir um heimsendi þann 21. desember næstkomandi. En þá lýkur heimsdagatali þeirra að sögn. Þetta umtalaða dagatal sem geymir heimsendaspána, er reyndar hluti af flóknu dagatalakerfi Maya-indíána. Í raun eru mörg slík dagatöl til. Dagatalið sem sagt er að boði heimsendi var reiknað út frá því sem Maya-indíánar töldu vera upphaf núverandi hringrásar heimsins og tímans, en hún hófst samkvæmt þeirra trú árið 3114 fyrir Krist. Þetta er aðeins ein hringrás í röð endalausra slíkra hringrása. Hún endar sem sagt á bilinu 21.-24. desember í ár. Þá hefst ný hringrás tímans – en heimsendir kemur þar ekki inn í myndina. Það voru nýaldarspekingar sem hentu því á loft löngu síðar að hér væri kominn spádómur um endi heimsins. Nú er bara að sjá hvort þeir hafi haft á réttu að standa. Á misskilningi byggt Reyndar eru vísindamenn frá NASA, sem er geimferðastofnun Bandaríkjanna, sannfærðir um að heimurinn muni ekki farast 21.12.12, ekki nú frekar en endranær. Hafa þeir gefið út myndband því til staðfestingar. Því þó flestir yppi án efa öxlum yfir þessum pælingum, þá er aldrei að vita nema áhyggja sæki að einhverjum. Hjá NASA kemur fram að allt þetta tal um heimsendaspádóm Maya-indíána sé á misskilningi byggt, eins og ég gat um hér fyrr. Og ekki þurfa menn heldur að óttast að vígahnöttur stefni á jörðina, segja þeir, en því hafa einhverjir velt fyrir sér. Og þeir sem trúa öllu illu á stjórnvöld vestur í landi frelsisins halda því meira að segja fram að þarlend stjórnvöld séu að reyna að leyna þessari staðreynd. NASA-menn benda á að ef vígahnötturinn væri vomandi yfir okkur myndum við þegar sjá hann skína skært á himni eins og Betlehemsstjörnu. „Farið bara út og gáið sjálf," segja þeir kankvísir. Það hefur reyndar oft skollið hurð nærri hælum varðandi tilvist jarðarinnar og lífs á jörðinni. Fræðimenn segja okkur að fyrir 440.000.000 árum hafi 60% af öllum dýrum jarðarinnar dáið af óþekktum orsökum. Fyrir 250.000.000 árum hurfu víst 90% af öllu lífi á jörðinni, líklegast af völdum gróðurhúsaáhrifa. Og fyrir 65.000.000 árum dó helmingur alls lífs á jörðinni, meðal annars risaeðlurnar. Talið er að sökudólgurinn hafi verið loftsteinn. Margt getur líka ógnað lífinu ef maður veltir því fyrir sér og þarf ekki heimsendaspádóma til. Talandi um gróðurhúsaáhrifin þá ógnar hækkandi hitastig jarðarinnar vistkerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og veðurofsa. Óþekktir sjúkdómar og vírusar hafa lagt milljónir að velli og geta gosið upp hvenær sem er. Upplausn af völdum fjármálahruns, fátækt og misskipting auðsins í heiminum geta hleypt öllu í bál og brand. Kjarnorkuváin er kannski ekki jafn mikil eins og þegar ég var að vaxa úr grasi og heimsendir var meira en mögulegur á hverjum degi. En enn þá ráða stórveldin yfir sprengjum sem geta eytt lífinu margfaldlega. Öfgasamtök og öfgaríki reyna að koma sér upp slíkum tryllitólum. Og kjarnorkuver eru dulin ógn. Þó tæknin þar á bæ haldi geta náttúruhamfarir komið af stað keðjuverkun sem ógnar lífinu eins og dæmin sanna. Og hvenær sem er getur vígahnöttur rekist á jörðina eins og á tímum risaeðlanna, þó ekkert bóli á slíku nú, eins og NASA-menn segja. Að lokum ferst auðvitað heimurinn. Sólin mun stækka og gleypa jörðina og þar með verður þessu lokið. En það gerist ekki fyrr en eftir ein 2600.000.000.000 ár. Og þá verður spádómur gömlu Maya-indíánanna öllum örugglega gleymdur. Ef hann þá nokkurn tímann var til! Þangað til er bara best að horfa á björtu hliðarnar. Því eins og danski kóngurinn Valdemar, sem uppi var á 14. öld, var vanur að segja (og fékk af því viðurnefnið Atterdag - Nýr dagur): „I morgen er der atter en dag" – á morgun rennur aftur upp nýr dagur. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá órófi alda. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars „apocalypse", samanber heiti kvikmyndarinnar Apocalypse Now eftir Coppola. Orðið er komið úr grísku, en löngu fyrir upphaf tímatals okkar voru á reiki heimsendakenningar sem kallast einu orði „apokalyptík". Þetta var sérstök bókmenntastefna hjá Ísraelsmönnunum hinum fornu og blómstraði hjá þeim aldirnar fyrir fæðingu Krists. Margar af yngstu bókum Gamla testamentisins falla einmitt undir þessa stefnu. Þessi hugmynd um Dómsdag sem endanlegt uppgjör góðs og ills og ákveðinn tímapunkt þegar heimurinn líður undir lok kom inn í gyðingdóm og barst þaðan yfir til kristni og íslam frá zóróaster átrúnaðinum sem var ráðandi í Persíu kringum upphaf tímatals okkar. Orðið apokalyptík þýðir í raun afhjúpun eða opinberun. Að baki er sú hugmynd að þegar heimsendir rennur upp muni afhjúpast bæði ill og góð verk mannanna og leyndur tilgangur heimsins opinberast. Opinberunarbók Jóhannesar í Nýja testamentinu er af þessum meiði bókmennta og kallast þess vegna Apocalypse á ensku en Opinberunarbók á íslensku og Norðurlandamálum. Opinberunarbókin segir frá hinum hinstu dögum, endurkomu Messíasar, lokaorrustu góðs og ills og Dómsdegi. Frá því er sagt í Opinberunarbókinni í Nýja testamentinu að þessi orrusta muni fara fram á vígvelli sem kallast Harmageddon. Á ensku kallast staðurinn Armageddon og þaðan er dregið annað enskt heiti á heimsendi, samanber samnefnda mynd sem Bruce Willis lék aðalhlutverkið í. Vangaveltur um heimsendi hafa blossað upp með reglulegu millibili í aldanna rás. Í norrænni goðafræði var boðað að röð óhjákvæmilegra atburða myndi leiða til heimsendis, eða ragnaraka, en ragnarök þýðir einfaldlega hinstu örlög guðanna. Í ragnarökum mun allt farast, nema fáeinir guðir og tvær manneskjur. Síðan mun heimurinn vissulega rísa upp á ný. Rétt eins og í Opinberunarbók Jóhannesar. Spáð og spekúlerað Svo nokkur dæmi séu tekin þá blómstruðu heimsendaspádómar kringum árið 1000, enda reiknuðu menn þá með að 1000 ára ríkið, sem talað er um í Biblíunni, væri á enda runnið. Og þar með stæði Dómsdagur fyrir dyrum. Þá var talið frá fæðingu Jesú. Þegar ekkert varð af heimsendi árið 1000 var heimsendi frestað til ársins 1030 þegar 1000 ár voru áætluð frá upprisu Jesú. En ekkert gerðist og áfram héldu menn að spá og spekúlera. Innrás Mongóla í Evrópu árið 1260 var talin fyrirboði heimsendis, sömuleiðis mannfellir af völdum svartadauða á 14. öld, jarðskjálfti sem skók England á 15. öld, annar slíkur sem lagði Lissabon í Portúgal í rúst árið 1755. Vottar Jehóva boðuðu heimsendi árið 1874 og aftur árið 1975, Harold nokkur Camping, bandarískur sjónvarpstrúboði, reiknaði út heimsendi 21. maí 1988, 39 félagar í ofsatrúarhópnum Heavens Gate frömdu sjálfsmorð árið 1997 þar sem þeir töldu að heimsendir væri í nánd, Nostradamus var hafður fyrir því að heimurinn færist árið 1999 – og svo mætti lengi telja. Og nú telja ýmsir að fornir Maya-indíánar, sem lifðu í Mexíkó fyrir einum 500 árum, hafi sagt fyrir um heimsendi þann 21. desember næstkomandi. En þá lýkur heimsdagatali þeirra að sögn. Þetta umtalaða dagatal sem geymir heimsendaspána, er reyndar hluti af flóknu dagatalakerfi Maya-indíána. Í raun eru mörg slík dagatöl til. Dagatalið sem sagt er að boði heimsendi var reiknað út frá því sem Maya-indíánar töldu vera upphaf núverandi hringrásar heimsins og tímans, en hún hófst samkvæmt þeirra trú árið 3114 fyrir Krist. Þetta er aðeins ein hringrás í röð endalausra slíkra hringrása. Hún endar sem sagt á bilinu 21.-24. desember í ár. Þá hefst ný hringrás tímans – en heimsendir kemur þar ekki inn í myndina. Það voru nýaldarspekingar sem hentu því á loft löngu síðar að hér væri kominn spádómur um endi heimsins. Nú er bara að sjá hvort þeir hafi haft á réttu að standa. Á misskilningi byggt Reyndar eru vísindamenn frá NASA, sem er geimferðastofnun Bandaríkjanna, sannfærðir um að heimurinn muni ekki farast 21.12.12, ekki nú frekar en endranær. Hafa þeir gefið út myndband því til staðfestingar. Því þó flestir yppi án efa öxlum yfir þessum pælingum, þá er aldrei að vita nema áhyggja sæki að einhverjum. Hjá NASA kemur fram að allt þetta tal um heimsendaspádóm Maya-indíána sé á misskilningi byggt, eins og ég gat um hér fyrr. Og ekki þurfa menn heldur að óttast að vígahnöttur stefni á jörðina, segja þeir, en því hafa einhverjir velt fyrir sér. Og þeir sem trúa öllu illu á stjórnvöld vestur í landi frelsisins halda því meira að segja fram að þarlend stjórnvöld séu að reyna að leyna þessari staðreynd. NASA-menn benda á að ef vígahnötturinn væri vomandi yfir okkur myndum við þegar sjá hann skína skært á himni eins og Betlehemsstjörnu. „Farið bara út og gáið sjálf," segja þeir kankvísir. Það hefur reyndar oft skollið hurð nærri hælum varðandi tilvist jarðarinnar og lífs á jörðinni. Fræðimenn segja okkur að fyrir 440.000.000 árum hafi 60% af öllum dýrum jarðarinnar dáið af óþekktum orsökum. Fyrir 250.000.000 árum hurfu víst 90% af öllu lífi á jörðinni, líklegast af völdum gróðurhúsaáhrifa. Og fyrir 65.000.000 árum dó helmingur alls lífs á jörðinni, meðal annars risaeðlurnar. Talið er að sökudólgurinn hafi verið loftsteinn. Margt getur líka ógnað lífinu ef maður veltir því fyrir sér og þarf ekki heimsendaspádóma til. Talandi um gróðurhúsaáhrifin þá ógnar hækkandi hitastig jarðarinnar vistkerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og veðurofsa. Óþekktir sjúkdómar og vírusar hafa lagt milljónir að velli og geta gosið upp hvenær sem er. Upplausn af völdum fjármálahruns, fátækt og misskipting auðsins í heiminum geta hleypt öllu í bál og brand. Kjarnorkuváin er kannski ekki jafn mikil eins og þegar ég var að vaxa úr grasi og heimsendir var meira en mögulegur á hverjum degi. En enn þá ráða stórveldin yfir sprengjum sem geta eytt lífinu margfaldlega. Öfgasamtök og öfgaríki reyna að koma sér upp slíkum tryllitólum. Og kjarnorkuver eru dulin ógn. Þó tæknin þar á bæ haldi geta náttúruhamfarir komið af stað keðjuverkun sem ógnar lífinu eins og dæmin sanna. Og hvenær sem er getur vígahnöttur rekist á jörðina eins og á tímum risaeðlanna, þó ekkert bóli á slíku nú, eins og NASA-menn segja. Að lokum ferst auðvitað heimurinn. Sólin mun stækka og gleypa jörðina og þar með verður þessu lokið. En það gerist ekki fyrr en eftir ein 2600.000.000.000 ár. Og þá verður spádómur gömlu Maya-indíánanna öllum örugglega gleymdur. Ef hann þá nokkurn tímann var til! Þangað til er bara best að horfa á björtu hliðarnar. Því eins og danski kóngurinn Valdemar, sem uppi var á 14. öld, var vanur að segja (og fékk af því viðurnefnið Atterdag - Nýr dagur): „I morgen er der atter en dag" – á morgun rennur aftur upp nýr dagur. Gleðileg jól!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun