Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Helga María Heiðarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun