Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar 7. desember 2012 06:00 Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar