Opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana Eva Hauksdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun