Opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana Eva Hauksdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun