Ógnvænlegt – fólk þorir ekki að standa á rétti sínum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar