Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. október 2012 12:45 Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun