Ja hérna, ólýðræðisleg þjóðaratkvæðagreiðsla! Valgerður Bjarnadóttir skrifar 4. október 2012 06:00 Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun