Eldislax frá Síle? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. október 2012 06:00 Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti?
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun