Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. september 2012 06:00 Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun