Minni þjónusta Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun