Ekkert heimili í Grikklandi farið í þrot vegna hækkunar lána Bolli Héðinsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun