Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 16. ágúst 2012 11:00 Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun