Landsvæði borga ekki skatta Bolli Héðinsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun