Að spýta mórauðu Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá!
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun