Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar 10. apríl 2012 13:00 Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar