Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 08:00 Shanae Baker-Brice úr Njarðvík. Mynd/Stefán Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira