Íslensk börn og kynhegðun Eygló Harðardóttir skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á landi samanborið við önnur norræn ríki. Á sama tíma er notkun smokka með því lægsta á Vesturlöndum og notkun hormónagetnaðarvarna hefur dregist saman, að undanskilinni sölu á neyðargetnaðarvörn. Helstu ástæður þess að börnin okkar byrja snemma að sofa hjá er vegna þrýstings frá vinahópnum, skortur á samskiptum og áfengisneysla. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni þótt umræðan undanfarna daga um að stúlkur allt niður í ellefu ára gamlar séu að stunda kynlíf gefi annað til kynna. Við getum haldið áfram að hunsa þessar staðreyndir. Það hefur gengið ágætlega hingað til og árangurinn eftir því. Tæp 40% stúlkna og fjórðungur drengja á aldrinum 16-19 ára höfðu séð eftir því að stunda kynlíf. Tíðni klamydíu og kynfæravartna er með því hæsta sem þekkist og barneignir í aldurshópnum 15-19 ára eru mun fleiri en í öðrum norrænum ríkjum. Árið 2008 var fjöldi barna á hverjar 1.000 konur 15-19 ára 14,6 á Íslandi, 9,3 í Noregi, 8,6 í Finnlandi og 6,0 í Danmörku og Svíþjóð. Við verðum að axla ábyrgð sem samfélag á því að börnin okkar stunda kynlíf alltof snemma, á óheilbrigðan og óábyrgan máta og grípa til aðgerða. Við gerum það með því að auka fræðslu um kynlíf og mikilvægi þess að vera eldri og tilfinningalega tilbúinn þegar byrjað er að stunda kynlíf. Með því að fjölga unglingamóttökum og að framhaldsskólar séu með heilsugæslu. Það gerum við með því að auka aðgengi að ódýrari hormónagetnaðarvörnum og smokkum og forvarnir gegn áfengisneyslu. Hættum að hunsa staðreyndir, - börnin okkar eiga einfaldlega betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á landi samanborið við önnur norræn ríki. Á sama tíma er notkun smokka með því lægsta á Vesturlöndum og notkun hormónagetnaðarvarna hefur dregist saman, að undanskilinni sölu á neyðargetnaðarvörn. Helstu ástæður þess að börnin okkar byrja snemma að sofa hjá er vegna þrýstings frá vinahópnum, skortur á samskiptum og áfengisneysla. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni þótt umræðan undanfarna daga um að stúlkur allt niður í ellefu ára gamlar séu að stunda kynlíf gefi annað til kynna. Við getum haldið áfram að hunsa þessar staðreyndir. Það hefur gengið ágætlega hingað til og árangurinn eftir því. Tæp 40% stúlkna og fjórðungur drengja á aldrinum 16-19 ára höfðu séð eftir því að stunda kynlíf. Tíðni klamydíu og kynfæravartna er með því hæsta sem þekkist og barneignir í aldurshópnum 15-19 ára eru mun fleiri en í öðrum norrænum ríkjum. Árið 2008 var fjöldi barna á hverjar 1.000 konur 15-19 ára 14,6 á Íslandi, 9,3 í Noregi, 8,6 í Finnlandi og 6,0 í Danmörku og Svíþjóð. Við verðum að axla ábyrgð sem samfélag á því að börnin okkar stunda kynlíf alltof snemma, á óheilbrigðan og óábyrgan máta og grípa til aðgerða. Við gerum það með því að auka fræðslu um kynlíf og mikilvægi þess að vera eldri og tilfinningalega tilbúinn þegar byrjað er að stunda kynlíf. Með því að fjölga unglingamóttökum og að framhaldsskólar séu með heilsugæslu. Það gerum við með því að auka aðgengi að ódýrari hormónagetnaðarvörnum og smokkum og forvarnir gegn áfengisneyslu. Hættum að hunsa staðreyndir, - börnin okkar eiga einfaldlega betra skilið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun