Að fermast upp á Faðirvorið Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun