Undirskrift þín til forsetans skiptir máli Guðni Ágústsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun