Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórður Á. Hjaltested skrifa 18. janúar 2012 12:00 Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun