Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórður Á. Hjaltested skrifa 18. janúar 2012 12:00 Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar