Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun