Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun