Hið mjúka vald Jón Ormur Halldórsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Enginn veitRök Pinkers um ástæðurnar fyrir þessari heimssögulegu þróun eru minna sannfærandi en tölfræðin sem hann notar. Breski fræðimaðurinn John Gray er einn þeirra sem gagnrýnir ályktanir Pinkers en Gray er heimsþekktur fyrir óþægilega skýr rök um að maðurinn sjálfur geti lítið skánað. Það þýðir þó ekki að mannleg samfélög geti ekki batnað. Það hafa þau ljóslega víðast gert. Stóra myndin er að ofbeldi í heiminum er miklu minna en áður þótt menn skilji ekki vel ástæðurnar fyrir því. Kvenlegri heimurEf til vill má nota samlíkingu sem flestum er töm og segja að heimurinn hafi orðið kvenlegri. Þróun frá ofbeldi hófst hins vegar fyrr en barátta nútímans fyrir jafnrétti kynjanna. Minnkandi ofbeldi skýrist því ekki með kvenfrelsi heldur gæti samhengið verið öfugt. Hættir sem oft eru kvenkenndir og eiga hér við eru til dæmis þeir að sækja frekar í samtöl en slagsmál og frekar í mýkt en hörku. Líka að vilja frekar skilja fólk og vinna með því en að sýna því vald sitt og stöðu. Auðvelt er að sjá þýðingu þessara hluta fyrir stöðu og árangur þjóða í alþjóðlegu samfélagi. Slagsmál og spuniYfirgangssemi er síður líkleg til árangurs í alþjóðakerfinu en áður. Rembingur í nafni þjóða hefur líka orðið að aðhlátursefni frekar en uppsprettu virðingar. Fæstum þykir núorðið flottur sá háttur víkinga að slást á daginn og grobba á kvöldin. Bjartur í Sumarhúsum minnir líka frekar á Norður-Kóreu en Norðurlönd. Frá slíkum hugmyndum og háttum eru þjóðir að hverfa. Fyrir stærri ríki þýðir þetta að hervald, kúgun, hótanir og mútur reynast ekki eins vel og áður. Fyrir minni þjóðir þýðir þetta að ekki er nóg að tylla sér á tá, hafa hátt og grobba um eigið ágæti. Þróun frá ofbeldi og mannalátum til hins kvenlega er enn meira fagnaðarefni litlum þjóðum en stórum. Mjúkt valdSá hefur vald sem getur fengið aðra til að lúta vilja sínum. Hart vald er getan til að skipa fyrir. Mjúkt vald er getan til að ná því sama án þess að beita þvingun, hótun eða greiðslu sagði bandaríski fræðimaðurinn Joseph Nye en hann var fyrstur manna til að nota hugtakið með kerfisbundnum hætti í greiningu á alþjóðamálum. Sá hefur mest mjúkt vald sem fær aðra til að vilja það sem hann vill að þeir vilji. Rök eða rígurNúorðið er þorri samskipta ríkja án árekstra og öllum til akks. Sífellt fleiri viðfangsefni ríkja eru alþjóðlegs eðlis. Þjóðir ná líka æ síður árangri með því að streitast upp á sitt eindæmi. Jafnvel sterkustu ríki sjá sér hag í víðtækri samvinnu. Um leið eru áhrif í alþjóðamálum sífellt minna sprottin af hörðu valdi þeirra sterkustu. Í samstarfi þjóða ræður oft mýkra vald frá degi til dags. Uppsprettu áhrifa er æ oftar að finna í siðferði, hugmyndum, lífsmynstri, kunnáttu og í færni í samstarfi. Áhrifin er sífellt sjaldnar að finna í skriðdrekum og sprengjum eða í rembingi og ríg. Hörð og veikSovétríkin áttu yfirþyrmandi herstyrk en lítið af mjúku valdi. Bandaríkin styrktust í heiminum með því að sýna sitt opna eðli og velja son afrísks múslima sem forseta. Þúsund nýjar herþotur hefðu skipt minna máli. ESB er veikt af vopnum en sterkt af mjúku valdi sem það sækir í mikla menningu álfunnar og í virðingu sína fyrir mannréttindum og vilja til uppbyggilegs samstarfs. Það mun miklu ráða um þróun alþjóðamála hvort Kínverjar ná að þróa mjúkt vald til jafns við efnahagsmátt sinn og herstyrk. Enn hafa þeir lítið af sigrandi mýkt. Opin, mjúk og sterkHin sterka mýkt sprettur úr jarðvegi opinna samfélaga, frjórrar menningar, kunnáttusemi, vitsmuna og siðferðiskenndar. Þetta vald sprettur af orðspori þess sem gerir hluti með aðlaðandi, sönnum og trúverðugum hætti. Eins og til dæmis Svíar gera í jafnréttismálum, Norðmenn í friðargæslu, Þjóðverjar með víðtækum samstarfsvilja, Frakkar og Bretar með framlagi til heimsmenningar, Svisslendingar með ábyggilegheitum og Bandaríkin með Hollywood og Harvard. ÞræðirSlíkt vald verður til með þráðum sem liggja frá milljónum stofnana og fyrirtækja af öllu tagi til ótölulegs fjölda af alls kyns miðstöðvum þar sem hlutir koma saman. Þar skiptir kunnáttusemi tíðum meira máli en peningar, skynsemi iðulega meira máli en skriðdrekaeign og vilji til samstarfs oftast meira máli en rembingur. Þetta er flóknari heimur en sá gamli. Hann krefst meiri hugsunar og færri skotgrafa. Fyrir þjóðir sem kunna að fóta sig í flóknum og fjölþættum veruleika er hann opnari og tækifærin fleiri og fínni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Enginn veitRök Pinkers um ástæðurnar fyrir þessari heimssögulegu þróun eru minna sannfærandi en tölfræðin sem hann notar. Breski fræðimaðurinn John Gray er einn þeirra sem gagnrýnir ályktanir Pinkers en Gray er heimsþekktur fyrir óþægilega skýr rök um að maðurinn sjálfur geti lítið skánað. Það þýðir þó ekki að mannleg samfélög geti ekki batnað. Það hafa þau ljóslega víðast gert. Stóra myndin er að ofbeldi í heiminum er miklu minna en áður þótt menn skilji ekki vel ástæðurnar fyrir því. Kvenlegri heimurEf til vill má nota samlíkingu sem flestum er töm og segja að heimurinn hafi orðið kvenlegri. Þróun frá ofbeldi hófst hins vegar fyrr en barátta nútímans fyrir jafnrétti kynjanna. Minnkandi ofbeldi skýrist því ekki með kvenfrelsi heldur gæti samhengið verið öfugt. Hættir sem oft eru kvenkenndir og eiga hér við eru til dæmis þeir að sækja frekar í samtöl en slagsmál og frekar í mýkt en hörku. Líka að vilja frekar skilja fólk og vinna með því en að sýna því vald sitt og stöðu. Auðvelt er að sjá þýðingu þessara hluta fyrir stöðu og árangur þjóða í alþjóðlegu samfélagi. Slagsmál og spuniYfirgangssemi er síður líkleg til árangurs í alþjóðakerfinu en áður. Rembingur í nafni þjóða hefur líka orðið að aðhlátursefni frekar en uppsprettu virðingar. Fæstum þykir núorðið flottur sá háttur víkinga að slást á daginn og grobba á kvöldin. Bjartur í Sumarhúsum minnir líka frekar á Norður-Kóreu en Norðurlönd. Frá slíkum hugmyndum og háttum eru þjóðir að hverfa. Fyrir stærri ríki þýðir þetta að hervald, kúgun, hótanir og mútur reynast ekki eins vel og áður. Fyrir minni þjóðir þýðir þetta að ekki er nóg að tylla sér á tá, hafa hátt og grobba um eigið ágæti. Þróun frá ofbeldi og mannalátum til hins kvenlega er enn meira fagnaðarefni litlum þjóðum en stórum. Mjúkt valdSá hefur vald sem getur fengið aðra til að lúta vilja sínum. Hart vald er getan til að skipa fyrir. Mjúkt vald er getan til að ná því sama án þess að beita þvingun, hótun eða greiðslu sagði bandaríski fræðimaðurinn Joseph Nye en hann var fyrstur manna til að nota hugtakið með kerfisbundnum hætti í greiningu á alþjóðamálum. Sá hefur mest mjúkt vald sem fær aðra til að vilja það sem hann vill að þeir vilji. Rök eða rígurNúorðið er þorri samskipta ríkja án árekstra og öllum til akks. Sífellt fleiri viðfangsefni ríkja eru alþjóðlegs eðlis. Þjóðir ná líka æ síður árangri með því að streitast upp á sitt eindæmi. Jafnvel sterkustu ríki sjá sér hag í víðtækri samvinnu. Um leið eru áhrif í alþjóðamálum sífellt minna sprottin af hörðu valdi þeirra sterkustu. Í samstarfi þjóða ræður oft mýkra vald frá degi til dags. Uppsprettu áhrifa er æ oftar að finna í siðferði, hugmyndum, lífsmynstri, kunnáttu og í færni í samstarfi. Áhrifin er sífellt sjaldnar að finna í skriðdrekum og sprengjum eða í rembingi og ríg. Hörð og veikSovétríkin áttu yfirþyrmandi herstyrk en lítið af mjúku valdi. Bandaríkin styrktust í heiminum með því að sýna sitt opna eðli og velja son afrísks múslima sem forseta. Þúsund nýjar herþotur hefðu skipt minna máli. ESB er veikt af vopnum en sterkt af mjúku valdi sem það sækir í mikla menningu álfunnar og í virðingu sína fyrir mannréttindum og vilja til uppbyggilegs samstarfs. Það mun miklu ráða um þróun alþjóðamála hvort Kínverjar ná að þróa mjúkt vald til jafns við efnahagsmátt sinn og herstyrk. Enn hafa þeir lítið af sigrandi mýkt. Opin, mjúk og sterkHin sterka mýkt sprettur úr jarðvegi opinna samfélaga, frjórrar menningar, kunnáttusemi, vitsmuna og siðferðiskenndar. Þetta vald sprettur af orðspori þess sem gerir hluti með aðlaðandi, sönnum og trúverðugum hætti. Eins og til dæmis Svíar gera í jafnréttismálum, Norðmenn í friðargæslu, Þjóðverjar með víðtækum samstarfsvilja, Frakkar og Bretar með framlagi til heimsmenningar, Svisslendingar með ábyggilegheitum og Bandaríkin með Hollywood og Harvard. ÞræðirSlíkt vald verður til með þráðum sem liggja frá milljónum stofnana og fyrirtækja af öllu tagi til ótölulegs fjölda af alls kyns miðstöðvum þar sem hlutir koma saman. Þar skiptir kunnáttusemi tíðum meira máli en peningar, skynsemi iðulega meira máli en skriðdrekaeign og vilji til samstarfs oftast meira máli en rembingur. Þetta er flóknari heimur en sá gamli. Hann krefst meiri hugsunar og færri skotgrafa. Fyrir þjóðir sem kunna að fóta sig í flóknum og fjölþættum veruleika er hann opnari og tækifærin fleiri og fínni.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun