Meira kjöt á beinin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun