Íslenski boltinn

Þórsarar með fullt hús í 1. deildinni - Hjörtur hetja Víkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson og Helgi Sigurðsson í baráttunni í dag.
Hjörtur Júlíus Hjartarson og Helgi Sigurðsson í baráttunni í dag. Mynd/Pjetur
Þórsarar byrja vel í 1. deildinni en þeir eru með fullt hús eftir tvær umferðir eftir 3-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Víkingum 1-0 sigur á ÍR með marki á lokamínútu leiksins en þetta var bæði fyrsta mark og fyrsti sigur Víkinga undir stjórn Ólafs Þórðarsonar.

Þórsarar fylgdu eftir 2-0 sigri á Leikni í fyrstu umferð með því að vinna Þróttara 3-1 í dag en báðir leikirnir fóru fram á Þórsvellinum. Sveinn Elías Jónsson, Robin Strömberg og Orri Freyr Hjaltalín skoruðu mörk Þórs í dag.

Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Víkingum 1-0 sigur á ÍR á heimavelli með marki á 90. mínútu en Víkingar höfðu gerðu markalaust jafntefli við BÍ/Bolungarvík í fyrstu umferðinni. ÍR-ingar unnu sinn leik í fyrstu umferð.

Höttur og Haukar unnu bæði sína leiki í fyrstu umferðinni en sættust á markalaust jafntefli á Fellavelli í dag.



Úrslit dagsins í 1. deild karla:

Víkingur R. - ÍR 1-0

1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (90.)

Höttur - Haukar 0-0

Þór - Þróttur R. 3-1

1-0 Sveinn Elías Jónsson (9.), 1-1 Erlingur Jack Guðmundsson (21.), 2-1 Robin Strömberg (29.), 3-1 Orri Freyr Hjaltalín (90.)

Leiknir R. - KA 1-3

1-0 Kjartan Andri Baldvinsson (10.), 1-1 Gunnar Valur Gunnarsson (29.), 1-2 Jóhann Helgason (49.)

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×