Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 19:32 Leo Chenal stal fyrirsögnunum eftir ótrúlegan sigur Chiefs. Kansas City Chiefs Kansas City Chiefs eru á einhvern ótrúlegan hátt enn ósigraðir í NFL-deildinni. Liðið hefur nú unnið níu leiki í röð en það má segja að liðið lifi á lyginni. Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira