Íslenski boltinn

Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Íslands og Ungverjalands í ágúst í fyrra.
Úr leik Íslands og Ungverjalands í ágúst í fyrra. Mynd/AFP
Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda Íslands og Ungverjalands sem gert var á síðasta ári en þá mættust þjóðirnar í vináttulandsleik ytra.

Ungverjar unnu 4-0 sigur á íslenska liðinu í Búdapest sem var versta tap landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en þetta var eini vináttulandsleikur Íslands á síðasta ári.

Ungverjar eru í 37. sæti á Styrkleikalista FIFA eða 66 sætum ofar en Ísland. Ungverjar eru með Hollandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Eistlandi og Andorra í riðli í undankeppni Hm 2014. Ísland er í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×