Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2012 09:45 Nordic Photos / Getty Images Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira